SEMOL

Samtök til eflingar menningu og listum / Society for the Promotion of Art and Culture

Afmælishátíð dúkkusafnsins á Flateyri

Bookmark and Share

Á Flateyri eru nú stödd hjónin Prof. Norvert Pintsch og Dr. Senta Siller en þau gáfu á sínum tíma dúkkusafnið til samfélagsins á Flateyri. Safnið hefur verið til húsa í Félagsbæ og innheldur fjöldann allan af dúkkum í þjóðbúningum. Þau hjónin hafa rekið fjölmörg þróunarverkefni víða um heim m.a. í Pakistan, Kolumbíu og Kamerun og er kjarni þeirra vinnu að efla konur. Rauði þráðurinn í þeirri vinnu hefur verið framleiðsla á sérhönnuðum brúðum í þjóðabúningum viðkomandi landa, en þróunin hefur haldið áfram á hverjum stað fyrir sig og í dag eru til vörulínur af allskonar söluvarningi frá hverju landi.


Á Flateyri var á sínum tíma haldin þjóðahátíð og var Norbert og Senta boðið og mættu þau með sölubás sem sýndu afrakstur vinnu þeirra í hinum ýmsum löndum. Flateyri var í sárum eftir snjóflóðið á þessum tíma og datt þeim í hug að færa þorpinu alþjóðlegt brúðusafn, sem var í þeirra eigu. Brúðusafnið var afhent handverkshópnum Purku sem var á þeim tíma stjórnað af Sigríði Magnúsdóttir í Valþjófsdal, Þorbjörgu og fleiri konum. Jóhanna Kristjánsdóttir tók verkefnið líka í fóstur og var mikil virkni í kringum safnið í nokkur ár. Brúðusafninu hefur í gegnum tíðina borist fleiri gjafir, til að mynda færði ísfirski píanóleikarinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir safninu 25 brúður að gjöf.

Hjónin Norbert og Senta komu hér í eina tíð árlega til Flateyrar, námskeið voru haldin í allskonar handverki og eitt árið kom með þeim kona úr litlu þorpi í Pakistan og héldu þau öflugt brúðugerðarnámskeið sem heppnaðist með einsdæmum vel.

Núna hafa þau sett upp aukasýningu með brúðum og fleiru frá Guatemala og er þessi sýning viðbót við sýninguna sem fyrir er.

Fyrirhugað er að bjóða til veislu ámorgun, sumardaginn fyrsta í tilefni 15 ára afmælis brúðusafnsins og til að vekja athygli á sýningunni og starfseminni almennt. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða mun ávarpa gesti og eru allir velkomnir. Samkoman er haldin í Félagsbæ á Flateyri og hefst klukkan 18:00.


Labels: ,

posted by S A J Shirazi @ 2:23 PM,

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


Popular Posts

How I Work From Home and Make Extra Money?

Why Everyone Blogs and Why You Too Should

Business {Blogging} Proposal

Spencer's Pashmina

Subscribe by Email

Blog Roll