SEMOL

Samtök til eflingar menningu og listum / Society for the Promotion of Art and Culture

Dúkkur sem bæta lífsskilyrði kvenna

Alþjóðlega dúkkusafnið á Flateyri stækkar sífellt og í vikunni kom forsprakki þess færandi hendi að nýju. Hún er kölluð dúkkumóðirin þar sem hún kennir konum um allan heim að búa til og selja dúkkur til bæta lífsskilyrði sín.


Senta Siller færði Flateyringum dúkkusafn sitt fyrir fimmtán árum: "Það var stór snjóflóð sem við lásum um í blöðunum. Ég sagði við manninn minn að ég ætti sex ferðatöskur af dúkkum sem ég gerði ekkert með. Við ættum að að fara til Flateyrar og spyrja hvort þau vilji nýtt safn."

Á ný kemur Senta Siller færandi hendi í tilefni af fimmtán ára afmæli safnsins. "Í dag er ég hér til að opna nýja sýningu. Dúkkur frá Guatemala sem. Kókflöskur sem hafa fengið framhaldslíf. Yfir kókflösku er búið að búa til þjóðbúningadúkku."

Senta Siller hefur verið kölluð dúkkumóðirin. Hún hætti að vinna árið 1993 og hóf að kenna konum víða um heim, sérstaklega í Pakistan, að búa til þjóðbúningadúkkur. "Þær eru mjög einfaldar, búnar til úr efni. Fylltar og eru með ekta hár, klæddar eins og fólkið í þorpunum er klætt."

Dúkkurnar eru seldar erlendum ræðismönnum og öðrum sem safna þjóðbúningadúkkum og rennur ágóði af dúkkunum til kvennanna sjálfra sem og uppbyggingar innviða í þorpum þeirra.

Video Link

Labels:

posted by S A J Shirazi @ 10:36 AM,

0 Comments:

Post a Comment

<< Home


Popular Posts

How I Work From Home and Make Extra Money?

Why Everyone Blogs and Why You Too Should

Business {Blogging} Proposal

Spencer's Pashmina

Subscribe by Email

Blog Roll